top of page

Svínabúið í Laxárdal

Svínabúið í Laxárdal er stofnað af hjónunum Herði Harðarsyni og Maríu Guðnýju Guðnadóttur árið 1978.

Árið 1999 fékk einkahlutafélagið nafnið Grís og flesk ehf. 

Aðstaða svína á svínabúinu
Gyltur í fangdeild

Í Fangdeild standa yfir breytingar úr básum yfir í lausagöngu.  Búið er að stetja upp lausagöngu að hluta en annarsstaðar er búið að breikka básana. Sjá myndir.

Lausagangan

Hér fyrir neðan eru básar sem búið er að breikka en vinna er hafinn við að taka þú út og setja gylturnar í lausagöngu eins og hér að neðan.  Básarnir eru 75 cm breiðir og 200 cm langir. Hér sést lausagangan. Stærðin er ca. 5m x 8m og fjöldi gyltna í þessu rými er 15.

Gotstíurnar

Gotstíur er af hefðbundinn gerð eins og er í Danmörku.  Stærð á gotstíum er í dag: breidd 250cm lengd 250 cm. Gylturnar eru með grísina undir sér í 4 vikur. 

Sumarið 2020 byrjuðum við á nýju gyltuhúsi og var það tekið í notkun árið 2021

Gotstía 5.jpg
Gotstía 2.jpg
Eldisdeildin

Eldið eða sá tími sem líður frá því að grísir eru teknir undan gyltunum og er slátrað fer fram í tveimur tegundum af deildum.  Fyrir deildin svokölluð "klima" deild þar eru grísirnir í 8 vikur eða þangað til þeir eru um 30 til 40 kg.  Stærðin á þeim stíum er: breidd 183 cm lengd 335 cm.  Fjöldi grísa þar er um 17 til 20 þegar þeir koma þangað en þeim er svo fækkað eftir því sem þær stækka og eru í lokin ca. 12 til 15 þegar þeir fara yfir í lokaeldið.  í þessum stíum eru þeir fóðraðir á þurrfóðri og hafa frjálsan aðgang að því. Sjá myndir

Loka eldi

Það fer fram í annarskonar stíum, þær eru lengri og fóðrunin fer fram þannig að þeim er gefið 4 sinnum á dag fóður í blautu formi sem er dælt til þeirra eftir fóðurlögnum,  þannig éta allir grísirnir í einu.  Stærð þessara stía er breidd er 210 cm að jötu og dýptin er 504 cm.  Fjöldin í stíunni er 16 í upphafi en er svo fækkað niður í 15 þegar líður á eldistímann og þeir stækka. Sjá myndir

bottom of page