Í Laxárdal II búa hjónin María Guðný Guðnadóttir og Hörður Harðarson félagsbúi ásamt syni sínum Björgvini Þór og tengdadóttur, Petrínu Þórunni Jónsdóttur auk barna þeirra. Í Laxárdal er rekið svínabú sem hefur þá sérstöðu að stór hluti fóðurs er heimafenginn. Um 75 prósent af öllu fóðri sem svínin í Laxárdal fá er ræktað í Gunnarsholt þar sem Laxárdalsbændur leigja um 300 hektara lands undir kornrækt, einkum bygg.