Kornræktin

Kornræktin hófst árið 2000. Fyrst var ræktað korn í Laxárdal og á nærliggjandi jörðum á c.a 5ha. Einnig var korn keypt af bændum ýmist fullþurrkað eða óþurrkað. Í dag fer öll ræktunin fram í Gunnarsholti á um 230ha. Við ræktum bygg að mestum hluta en einnig hveiti og nepju sem er afbrigði af repju. Jarðvegurinn í Gunnarsholti er frekar næringarsnauður og því er mikilvægt að skila til baka næringarefnum sem tekin eru með uppskerunni. Hálmurinn er að miklu leyti saxaður aftur niður í jörðina en tekinn af akrinum þriðja hvert ár. Eftir nokkur ár í ræktun fór að bera á skorti á snefilefnum. Í dag er sérstökum fljótandi áburði úðað á þeim tíma sem plönturnar þurfa á honum að halda. 

Uppskeran:

Korn þarf að vera laust við sveppasmit og rúmmál kornsins þarf að vera amk 620kg/rúmmetra

Þurrkun:

Kornið geymist vel í mörg ár þurrkað og er góð söluvara. Við þurrkum allt okkar korn og  geymum í sílói við bæinn.

Framleiðslukostnaður þarf að vera lægri en verð á innfluttu korni til að það borgi sig að rækta það. Upp úr aldamótum hefur heimsmarkaðsverð á korni hækkað mjög mikið. Í seinni tíð með meiri þekkingu og tækni hefur tekist að auka uppskeru á hvern ha en verð hefur einnig lækkað. 

Nepjan er þurrkuð og heilmöluð. Þ.e.a.s svínin fá bæði olíuna og hýðið sem er utan um. Hýðið er ríkt af próteinum og kemur að hluta í stað innflutts soya. Olían nýtist sem orkugjafi og er mjög rík af Omega-3 fitusýrum og fjölómettuðum fitusýrum. 

SAMPO Ný þreskivél var keypt sumarið 2020 frá Finnlandi.

IMG_0259
IMG_0259

press to zoom
IMG_0982
IMG_0982

press to zoom
Korngrís-logoSvart (1) (1)
Korngrís-logoSvart (1) (1)

press to zoom
IMG_0259
IMG_0259

press to zoom
1/15
2003-05 nr 02
2003-05 nr 02
press to zoom
2003-07-04 nr 01
2003-07-04 nr 01
press to zoom
IMG_0835
IMG_0835
press to zoom
IMG_4863
IMG_4863
press to zoom
IMG_4552
IMG_4552
press to zoom
2013-10-05_Gunnarsholt_Þresking_að_kveldi_003
2013-10-05_Gunnarsholt_Þresking_að_kveldi_003
press to zoom
Image-12
Image-12
press to zoom
Image-08
Image-08
press to zoom
IMG_0977
IMG_0977
press to zoom