Svínakjöts

uppskriftir

Svona er best að steikja bacon
Frampartur
Bygg & Hveiti
Scott Rea kjötiðnaðarmaður
Hvernig á að skera hálfan grís
 

Grillaðar fylltar hnakkasneiðar með sólþurrkuðum tómötum

Fyrir 4
4 sneiðar af beinlausum svínahnakka, 3,5 cm þykkar
3 msk. McCormick svínakjötskrydd
1-2 stk. kúrbítur (zucchini)
4 kartöflur, meðalstórar
8 stk. cherrytómatar

Kryddlögur:
1/2 dl ólífuolía
1/4 dl sojasóa
1 msk. rósmarín, saxað, ferskt

Fylling:
6 stk. sólþurrkaðir tómatar í sneiðum
100 g rifinn mozarellaostur
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 stk. laukur, fínt saxaður
80 g nýir sveppir í sneiðum

Laukurinn og sveppirnir eru steiktir í olíu, hvítlauknum, sólþurrkuðu tómötunum og rifna ostinum er bætt út í, allt þetta síðan kælt. Skerið djúpan vasa í kjötsneiðarnar frá hlið og fyllið með blöndunni, lokið fyrir með tannstönglum. Ólífuolíu, sojasósu og rósmarín er blandað saman og penslað á kjötið. Kjötið grillað í 8 mín. á hvorri hlið og kryddað með svínakjötskryddinu. Síðan er kjötið grillað áfram í 3 mín. á hvorri hlið.
Berið fram með sneiðum af grilluðum kúrbít, grilluðum kartöflubátum og ferskum cherrytómötum.

Þessi uppskrift er úr Grillbók Hagkaups

 

Grillaðar reyktar svínakótilettur með camembertfylltum tómötum

 

Fyrir 4
1 kg reyktar svínakótilettur
1 stk. ferskur ananas

Fylltir tómatar
4 stk. stórir tómatar
½ stk. camembert ostur
½ dl rjómi
80 g pepperóní


Skerið lokið ofan af tómötunum og holið þá að innan með skeið, blandið saman camembert og rjóma í matvinnsluvél. Skerið peppróní í litla bita, blandið saman við ostablönduna og fyllið tómatana með blöndunni. Pakkið tómötunum í álpappír og grillið í u.þ.b. 10 mínútur.
Afhýðið ananasinn og skerið í sneiðar, skerið kjarnann úr og grillið sneiðarnar með kjötinu. Kótiletturnar eru grillaðar við meðalhita í 8 - 10 mínútur á hvorri hlið.

Úr Grillbók Hagkaups

 

Svínarif sælkerans

 

Frábær rif á grillið

Hráefni:
1 kg. svínarif
3 msk. edik
3 cm. rifinn ferskur engifer ( 1-2 tsk msk egiferduft)
4 msk. sojasósa
4 msk. appelsínusafi
2 msk. púðursykur
2-4 heil hvítlauksrif
1-2 rauðir ferskir chilli (eða þurrkaðir)

Aðferð:  Rifin eru sett í pott, en allt hitt í mixara og tætt niður í mauk, sem svo er hellt yfir rifin. Vatni bætt út í þannig að nái næstum yfir rifin (sjóða skal í víðum potti). Látið malla í u.þ.b. 20 mín. og veiðið þá rifin upp úr, en sjóðið áfram niður kryddsoðið þar til úr verður frekar þykk sósa. Penslið rifin með sósunni áður en þeim er skellt á grillið.

Edikið í leginum sem svínarifin eru soðin í, hjálpa til við að leysa upp fitu kjötsins. Veiðið fitu sem myndast ofan af soðinu. Kjötið fær í sig hressandi kryddkeim og verður lunga mjúkt við þessa meðhöndlun.

 

Mexikóskur svínapottur

 

Þessi réttur er frekar bragðmildur eins og hann er hér

en þeir sem vilja sterka rétti gætu t.d. bætt jalapeno út í eða öðrum chili.

Innihald
1 kg. Svínagúllas
2-3 stk. Gulrætur
1-2 stk. Laukur
4-5 rif Hvítlauk
2 x c.a 400gr dósir Tómatar maukaðir
1 stk. Græn paprika
3 msk. Kóríander
2 -3 msk. Oregano
1 stk. Chili
3 msk. Tómatpurre
2 teningar Svínakraftur
Salt og svartur pipar
Olía
Vatn


Sýrður rjómi 
Tortilla flögur

Aðferð
Hitið olíu í djúpum potti. Saxið lauka, skerið papriku gróft og sneyðið gulrætur, mýkið þetta aðeins í olíunni. Takið til hliðar. Brúnið svínaskjötið á öllum hliðum í dálítilli olíu, betra að steikja ekki of mikið í senn. Setjið allt í pottinn og bætið við svínakrafti ásamt vatni þannig að fljóti yfir, látið malla við vægan hita í 45-60 mínútur, hrærið í annað slagið. Fræhreinsið chili og saxið ásamt hvítlauk og kryddjurtum, bætið í pottinn. Setjið tómatana í réttinn og bragðbætið með tómatpurre, salti og nýmuldum svörtum pipar. Berið fram rjúkandi heitt með Tortilla flögum og sýrðum rjóma. Guacamole á vel við réttinn einnig hrísgrjón.

 
 

Bygg Rósa 
300 gr (4 dl) Byggkorn

2-3 blaðlaukar (púrra)

250 gr sveppir

200 gr sólþurrkaðir tómatar í olíu

4 msk söxuð steinselja

50 gr rifinn parmesanostur

½ grænmetisteningur.

Saltað með Herbamare jurtasalti. 

Byggkornið er skolað vel í volgu vatni, síðan er það soðið með teningi við lágan hita( 45-50 mín í rúmlega 1 lítra af vatni- við lengri suðu og meira vatn fæst mýkra korn). Blaðlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og steiktur í olíu við lágan hita. Sveppirnir eru skornir í þunnar sneiðar og steiktir í smjöri (og olíu) þar til þeir eru vel þurrir. Þessu er blandað saman við byggið ásamt steinseljunni, smátt skornum tómötunum og parmesanostirnu. 

Borið fram heitt eða kalt, sem aðalréttur eða meðlæti. Dugar fyrir 4